12. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. október 2015 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:30
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Preben Jón Pétursson (PrP) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:30
Frá Samtökum atvinnulífsins komu til fundar við nefndina Þorsteinn Víglundsson, Ásdís Kristjánsdóttir og Óttar Snædal. Rætt var um ríkisfjármálin í víðu samhengi og lagt fram kynningarritið „Hvert liggur leiðin".

2) Sala hlutabréfa í Símanum Kl. 10:43
Til fundar við nefndina komu frá Bankasýslu ríkisins Jón Gunnar Jónsson og Lárus Blöndal. Rætt var um sölu hlutabréfa Arion banka hf. í Símanum hf. Einnig var rætt um svarbréf Bankasýslunnar til fjárlaganefndar frá 15. september sl. vegna fyrirspurnar nefndarinnar frá 8. september sl. um fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbanka Íslands á svokölluðum Hörpureit.

3) Önnur mál Kl. 11:09
Rætt var um vinnuna fram undan.

4) Fundargerð Kl. 11:11
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:15